12/09/2024

Öll lög söngvaranna komin í hús svo keppnin getur hafist

Úrslitakeppni í karókísöng vinnustaða verður haldin í Bragganum á Hólmavík annað kvöld og þar etja kappi átta söngvarar sem komust áfram úr útsláttarkeppninni fyrir hálfum mánuði. Allir söngvarararnir hafa loksins komið sér niður á hvaða lög þeir hyggjast syngja en hver þeirra mun taka tvö lög. Dregið verður um það í kvöld í hvaða röð þeir birtast. Búist er við miklum fjölda áhorfenda og skipulag í sal verður mikið breytt frá því sem áður hefur verið. Engin borð verða í salnum þannig að langflestir ættu að fá sæti að þessu sinni. Þetta er í annað árið í röð sem þessi skemmtilega söngvarakeppni er haldin og mikil tilhlökkun er fyrir samkomunni og ekki síst hjá keppendum sem stefna að því að sýna sín bestu andlit.

Fimm manna dómnefnd hefur verið ákveðin, en hún tekur ákvörðun um hver stendur uppi sem sigurvegari í ár og salurinn fær síðan kjósa um skemmtilegasta söngvarann. Dómnefndin er skipuð Elsu Björk Sigurðardóttir, Gunnlaugi Sighvatssyni, Sigríði Óladóttir, Steinunni Þorsteinsdóttir og Valdísi Kristjánsdóttir.

Veitingastaðurinn Café Riis stendur fyrir keppninni og Bjarni Ómar Haraldsson tónlistarkennari heldur utan um hana. Café Riis verður með sérstakt karóki-tilboð á hlaðborði sem hefst klukkan 17:30 sem kostar eingöngu 1800 krónur og 900 krónur fyrir 12 ára og yngri. Einnig verður boðið upp á að afgreiða pizzur út. Bjarni Ómar og Stebbi spila svo fyrir dansi á Café Riis eftir keppnina.

Á morgun kl. 13:00 verður lokaæfingin og þá er öllum 18 ára og yngri velkomið að mæta og fylgjast með frammistöðu keppendanna.

Hér að neðan má sjá nöfn söngvaranna sem taka þátt í úrslitakeppninni annað kvöld og fyrir hverja þeir keppa og hvaða lög þeir munu syngja.

Flytjandi Keppir fyrir 1. lag og upph. flytjandi 2. lag og upph. flytjandi

Arnar S. Jónsson

strandir.saudfjarsetur.is

Dream A Little Dream Of Me – Ozzie Nelson

Crazy Little Thing Called Love – Queen

Ásdís Leifsdóttir

Skrifstofa Strandabyggðar

Stand By Your Man – Tammy Wynette

Don’t Stop Me Now – Queen

Eyrún Eðvaldsdóttir

Bíla- og kranaverkstæði Danna
Walking On Sunshine – Katrina And The Waves Síðasta sumar – Nylon
Halldór Jónsson Vegagerðin Losing My Religion – R.E.M Born to Be Wild – Steppenwolf

Lára Guðrún Agnarsdóttir

Grunnskólinn Hólmavík

If Tomorrow Never Comes – Ronan Keating

Love Really Hurts Without You – Billy Ocean

Salbjörg Engilbertsdóttir

Skrifstofa Strandabyggðar

Blue – LeAnn Rimes

All Out Of Luck – Selma

Sigurður Atlason

Strandagaldur

That´s Life – Frank Sinatra

Everybody Needs Somebody To Love – The Blues Brothers

Sigurður Á. Vilhjálmsson

Kaupfélag Steingrímsfjarðar

When You Say Nothing At All – Ronan Keating

Manstu ekki eftir mér? – Stuðmenn