07/10/2024

Ljósmyndanámskeið fyrir börn milli jóla og nýárs

Brian BergÍ Skelina, lista- og fræðimannadvöl Þjóðfræðistofu, að Hafnarbraut 7 á Hólmavík eru nú mættir tveir góðir gestir. Það eru þau Tinna Schram ljósmyndanemi og Brian Berg ljósmyndari frá Danmörku. Allir sem dvelja í Skelinni skila einhverjum viðburði af sér til samfélagsins á Ströndum og Brian og Tinna ætla að bjóða upp á skemmtilegt ljósmyndanámskeið fyrir nemendur á grunnskólaaldri á Ströndum. Námskeiðið verður haldið á tímabilinu mán. 27. des. – fim. 30. des. frá kl. 15.00 – 16.00 alla dagana. Námskeiðið verður sniðið eftir getu og þörfum hvers og eins en hugmyndin er að veita þátttakendum tækifæri til að sjá uhverfi sitt í nýju ljósi og þróa með sér betri ljósmyndatækni. Námskeiðsgjald er 3000 kr. fyrir einstakling, það verður haldið í Skelinni og lýkur svo með glæsilegri sýningu á óvæntum stað sem tilkynnt verður um síðar!

Á meðan námskeiðinu stendur verður sett upp myndavefsíða, allir þátttakendur (sem vilja) fá af sér flotta andlitsmynd og á lokadegi verður öllum þátttakendum boðið upp á kakó og vöfflur í Skelinni.

Við skráningu tekur Katla Kjartansdóttir, s. 865-4463 og netfang katla@icef.is.

Tinna og Brian verða einnig með opið hús í Skelinni mán. 20. desember kl. 20.00 þar sem hægt verður að sjá þeirra verk, spjalla og/eða skrá sig á námskeið.