09/09/2024

Olíutankar á Hólmavík hverfa

Olíutankar sem stóðu ofan við Vélsmiðjuna Vík og höfnina á Hólmavík heyra nú sögunni til, en síðustu daga hafa menn verið að rífa þá niður og undirbúa brottflutninginn. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is átti gamla mynd af tönkunum og tók aðra í gær af sama stað svo menn sæju muninn. Í myndaferðinni hitti fréttaritari Hólmvíking sem vildi ólmur setja útilistaverk á grunninn eftir efri tankinn og benti réttilega á að lítið er af minnismerkjum, útilistaverkum stórum og smáum, gosbrunnum, torgum og slíku á Hólmavík.

Annar kom svo seinna um daginn með þá hugmynd að setja á sama stað upp litla skiltasýningu um sjávarþorpið Hólmavík, gamlar og nýjar myndir af bryggumannvirkjum, mannlífi, bátum og fiskvinnslum, og leggja síðan göngustíg upp að. Galli við þá hugmyndina er hugsanlega að útsýnið af grunninum er ekki eins og best verður á kosið, holtið skyggir töluvert á. Vatnstankurinn ofan við Hólmavíkurkirkju hentar líklega mun betur fyrir slíka sýningu, ef verið er að hugsa um útsýnið, þótt hann sé meira úr leið.

Á leiðinni

Olíutankarnir, bæði á meðan þeir voru upp á sitt besta og nú þegar þeir eru á leiðnni burt, vonandi verður fljótlega hægt að taka þriðju myndina þegar þeir eru farnir og búið að ganga frá svæðinu – ljósm. Jón Jónsson 

holmavik/580-oliutankar.jpg

frettamyndir/2007/580-oliutankar3.jpg

Myndir af niðurrifinu – ljósm. Ásdís Jónsdóttir