29/03/2024

Þorrablót á Hólmavík

640-th3

Árlegt þorrablót var haldið á Hólmavík í kvöld og fór vel fram. Að venju eru það konurnar sem sjá um þorrablótið og skemmtiatriðin á því, en síðar í vetur kemur að körlunum að sjá um Góugleðina. Þorrakræsingunum sem Café Riis sá um voru gerð góð skil og leikþættir og söngur fengu góðar viðtökur. Að venju var gert grín að mönnum og málefnum á Ströndum og var mikið hlegið og klappað. Um dansleikinn á eftir sáu Stefán Jónsson og Bjarni Ómar. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is var á staðnum með myndavélina og smellti af á meðan skemmtiatriðum stóð.

640-th19

640-th9 640-th8 640-th7 640-th6 640-th5 640-th4 640-th2 640-th18 640-th17 640-th15 640-th14 640-th13 640-th12 640-th11 640-th10 640-th1

Þorrablót á Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson