22/09/2023

Ný flotbryggja á Hólmavík

Flotbryggja við bryggjuÞað er búið að vera mikið um að vera í Hólmavíkurhöfn síðustu daga, en í fyrradag kom skip með nýja flotbryggju í smábátahöfnina á Hólmavík. Sú gamla er færð á nýjar festingar nær landi en sú nýja kemur þar sem sú gamla var áður. Einnig kom skipið með flotbryggjur fyrir Kaldrananeshrepp, en Grímsey ST tók þær í tog yfir fjörðinn yfir á Drangsnes. Það var líf og fjör á bryggjunni, þegar verið var að hífa flotbryggjurnar úr skipinu og sigla þeim um höfnina á mánudaginn eins og meðfylgjandi myndir sýna.

1

bottom

frettamyndir/2007/580-hofnin6.jpg

frettamyndir/2007/580-hofnin4.jpg

frettamyndir/2007/580-hofnin2.jpg

frettamyndir/2007/580-hofnin1.jpg

frettamyndir/2007/580-hofnin7.jpg

Ljósm. Jón Jónsson