08/10/2024

Héraðsmót HSS á laugardaginn

Laugardaginn 14. júlí verður Héraðsmót Héraðssambands Strandamanna (HSS) í frjálsum íþróttum haldið á Sævangsvelli og hefst keppnin klukkan 11:00. Sama dag verður kaffihlaðborð á boðstólum í Sævangi en þennan dag á húsið 50 ára afmæli. Í fréttatilkynningu frá HSS kemur fram að skráningu félaga til keppni á mótinu skal lokið á fimmtudag. Ekki er hægt að skrá sig á staðnum, nema í öldungaflokk ef færri er 8 keppendur eru í greininni er hún hefst.

Keppnisgreinar eru eftirfarandi:

Krakkar sem eru 10 ára og yngri = 60m hlaup, boltakast, langstökk
Krakkar sem eru 11-12 ára = kúluvarp, 60m hlaup, langstökk, spjótkast
Krakkar sem eru 13-14 ára = langstökk, hástökk,100 m hlaup Kúlúvarp, spjótkast
Krakkar sem eru 15-16 ára = langstökk, hástökk, 100 m hlaup, kúluvarp, 800m hlaup kringlukast og spjótkast
Karlar 17-35 = keppa í langstökk, kúluvarp,kringlukast, 1500 m hlaup, 800 m hlaup, spjótkasti og 100 m hlaup og 100m boðhlaup
Konur 17-30 = sömu keppnisgreinar og karlar
Karlar eldri en 35 = langstökk, hástökk, 100 m hlaup, kúluvarp, kringlukast, spjótkast og 800 m hlaup
Konur 30 ára og eldri keppa í sömu greinum og karlar eldri en 35 ára