
Þórdís Alda hefur löngum verið upptekin af þræðinum í lífinu sjálfu og þar með í verkum sínum. Að þessu sinni ber sýningin einfaldlega heitið „Söguþráður".
Þórdís Alda útskrifaðist úr Myndlista og handíðaskólanum 1984. Stundaði nám í Listaakademíunni í München 1985-86. Hún hefur haldið 9 einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum hér á landi og erlendis.
Sýningin opnar næstkomandi laugardag og verður á Hótel Djúpavík fram á haust. Þess má geta að Hótel Djúpavík á 20 ára afmæli um þessar mundir