12/09/2024

Bikarkeppni HSS á laugardag

Í fréttatilkynningu frá Héraðssambandi Strandamanna kemur fram að Bikarkeppni HSS í knattspyrnu verður haldin laugardaginn 2. júlí. Leikið verður á Skeljavíkurgrundum utan við Hólmavík. Mótið hefst kl. 10:00 stundvíslega. Í tilkynningunni segir: „Skráning verður að fara fram hjá forráðamanni hvers félags og gott væri að nöfn sem flestra leikmanna fylgi skráningunni. Forráðamenn félaganna koma þeim upplýsingum síðan áfram til Þorvaldar Hermannssonar (Tóta), netfang totilubbi@hotmail.com eða síma 451-3370, í síðasta lagi á föstudagskvöld.“

„Rétt er að taka fram að gestalið, lið sem keppa ekki fyrir eitthvert aðildarfélaga HSS, geta ekki unnið bikarkeppnina.
 
·       Hvert lið verður að vera tilbúið að skipa einn dómara
·       Neysla áfengra drykkja er bönnuð á svæðinu meðan á mótinu stendur
 
Umf. Harpa                      eddibo@visir.is
Umf. Hvöt                        vsop@snerpa.is
Umf. Geislinn                  451-3294/692-3334 (Kolli)
Umf.  Neisti                     logi@snerpa.is
Sundfélagið Grettir         arniodda@simnet.is 
Umf. L.H.                        bjf@ismennt.is