18/04/2024

Stórmeistarar í Árneshreppi

Komandi helgi, dagana 1.-2. júlí, verður haldið skákmót í Árneshreppi. Hrókurinn skipuleggur ferð þangað og verður boðið upp á gistingu og mat. Meðal þátttakenda verða alþjóðlegir meistarar og stórmeistarar í skák, en mótið er opið öllum og má senda skráningar í tölvupósti á guttesen@hrokurinn.is. Mótið hefst kl. 20, föstudagskvöldið 1. júlí og verða þá tefldar þrjár atskákir. Daginn eftir, 2. júlí, hefst taflmennskan kl. 10. Þá verða tefldar tvær atskákir til viðbótar. Í fjórum síðustu umferðunum verða tefldar hraðskákir með sjö mínútum í umhugsunartíma.

Heildarpeningaverðlaun á mótinu verða 150.000 kr. Að auki verða bækur, geisladiskar, taflsett og fleiri vinningar frá vinum og samstarfsaðilum Hróksins. Þá verða sérstök verðlaun í flokki barna á grunnskólaaldri.
Ennþá er hægt að skrá sig. Allir velkomnir