16/06/2024

Þorrablót á Ströndum

Þorrinn á Hólmavík 2005Þorrablót Bæhreppinga verður haldið í grunnskólanum á Borðeyri annað kvöld, 12. febrúar. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is hefur einnig haft fregnir af því að árlegt þorrablót Tungusveitunga, Kollfirðinga og Bitrunga verði haldið í Sævangi þann 19. febrúar næstkomandi og Góugleði Hólmvíkinga verður haldin laugardaginn 5. mars. Báðar þessar skemmtanir eru vinsælar og rótgrónar í menningar- og félagslífi Strandamanna og verða því án efa vel sóttar.

Hefð er fyrir því á Hólmavík að nefnd skipuð karlmönnum sjái um góugleðina en konur um þorrann. Á sveitaþorranum í Sævangi hafa svæðin jafnan skipst á um að sjá um skemmtiatriði og í ár er komið að Bitrungum að hrista þau fram úr erminni.