19/09/2024

Myndlistarnámskeið fyrir 10-14 ára

Eftir páska hefst í Steinhúsinu á Hólmavík myndlistarnámskeið fyrir börn og unglinga á aldrinum 10-14 ára, (4.-8. bekk) ef næg þátttaka fæst. Á námskeiðinu verður kennd hlutateikning með blýanti og kol, málaðar verða uppstillingar með vatnslitum og olíulitum og svo unnar myndir með blandaðri tækni og akrýllitum. Nemendur fá skissubók og ætlast er til að nemendur vinni ákveðin verkefni á milli tíma. Námskeiðið er 16 kennslustundir og verður kennt á föstudögum frá kl. 14-16. Námskeiðið verður 6 föstudaga, hefst 21. apríl og endar með myndlistarsýningu í Steinhúsi sunnudaginn 28. maí.


Kennari á námskeiðinu er Ásta Þórisdóttir, myndlistarkennari. Ásta útskrifaðist úr grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1990 og lauk kennaraprófi frá Listaháskóla Íslands 2004. Hún hefur starfað sem listleiðbeinandi m.a. í Lýðskólanum, Hinu Húsinu og nokkrum grunnskólum.
 
Skráning og nánari upplýsingar eru hjá Ástu í síma 451 3389 eða 663 5319.Verð kr. 10.000.- og allur efniskostnaður er innifalinn.