Á tíu ára afmæli Minja- og handverskhússins Kört í Árnesi í Trékyllisvík um liðna helgi var húsið enduropnað með viðhöfn eftir umtalsverðar breytingar og stækkun þannig að rýmra er um gömlu gripina og handverkið. Gestum var boðið í afmælis- og opnunarkaffi og var fjölmenni á staðnum, vel á annað hundrað manns. Húsið er nú meira en helmingi stærra eftir framkvæmdir í vetur og vor og er áningarstaður sem ekki má sleppa að heimsækja á ferðalagi um Árneshreppinn. Það eru Valgeir og Hrefna í Árnesi sem hafa byggt Kört upp og reka húsið. Meðfylgjandi myndir eru frá enduropnun hússins.
Minja- og handverkshúsið Kört – ljósm. Ingibjörg Valgeirsdóttir og Hrafn Jökulsson