22/07/2024

Fært í Árneshrepp

Færð á vegumFært er orðið norður í Árneshrepp en leiðin þangað var hreinsuð í gær. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er nú greiðfært um alla vegi á Ströndum, snjór er þó á vegi á Bjarnarfjarðarhálsi og hálkublettir á öllum öðrum vegum. Gert er ráð fyrir hæglætisveðri um helgina - hægviðri í kvöld, en suðvestan og vestan 5-10 m/s á morgun. Bjart veður að mestu. Frost 3 til 10 stig í nótt, mildast við sjóinn, en hlýnar heldur á morgun. Árekstur varð í Staðardal í morgun, en vefnum hafa ekki borist nánari fréttir af því óhappi.