22/11/2024

Málþing um menningartengda ferðaþjónustu

Á ReykhóladegiÁ næstu helgi, dagana 25.-26. apríl verður haldið Málþing um menningartengda ferðaþjónustu í tengslum við aðalfund Ferðamálasamtaka Vestfjarða í Bjarkalundi og á Reykhólum. Nánar er sagt frá dagskránni á vefsíðunni www.strandir.saudfjarsetur.is/fmsv. Meðal annars verða kynnt margvísleg verkefni í uppbyggingu menningar- og náttúrutengdrar ferðaþjónustu á Vestfjörðum, klasasamstarf, auk þess sem fulltrúar Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum, Menningarráðs Vestfjarða og Nýsköpunarmiðstöðvar Vestfjarða flytja erindi, auk Ferðamálastjóra. Skoðunarferð og sameiginlegur kvöldverður er að sjálfsögðu einnig á dagskrá. Fundurinn er opinn og eru allir velkomnir.

Föstudagur 25. apríl í Bjarkalundi
Kl. 20:00 – 22:00

Málþing um menningartengda ferðaþjónustu
Menningartengd ferðaþjónusta – Ferðamáladeild Háskólans á Hólum
Menningarráð Vestfjarða – Jón Jónsson menningarfulltrúi Vestfjarða.
Fulltrúi Nýsköpunarmiðstöð Íslands fjallar um verkefni í menningartendri ferðaþjónustu
Létt spjall í lok erinda.

Laugardagur 26. apríl í Grunnskólanum á Reykhólum
Kl. 9:00 – 11:00
Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf, Önnur mál

Kl. 11:00 -12:00
Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri kynnir starfsemi Ferðamálastofu
Klasasamstarf á Vestfjörðum – kynning á Arnkötlu 2008 og Breiðafjarðarfléttunni

Kl. 12:00 – 13:00
Léttur hádegisverður á Reykhólum í boði Ferðamálasamtaka Vestfjarða

Kl. 13:00 – 16:00
Menningartengd ferðaþjónusta – Hvað er að gerast á svæðinu?
·         Menningartengd ferðaþjónusta í eyðibyggð – Friðrik Jóhannesson
·         Víkingar á Vestfjörðum, Gísla saga – Þórhallur Arason
·         Sjóræningjahúsið á Patreksfirði – Alda Davíðsdóttir
·         Skrímslasetur á Bíldudal – Valdimar Gunnarsson
·         Eiríksstaðir í Dölum – Helga H. Ágústsdóttir og Sigurður Hrafn Jökulsson
·         Haförn í nærmynd – Bergsveinn Reynisson frá Arnarsetri Íslands kynnir hugmynd að vefmyndavél við arnarhreiður og tilraun til að setja út kanínukjöt fyrir erni til að geta sýnt ferðafólki.
·         Hvannalambakjöt – Halla Steinólfsdóttir í Fagradal.
·         Hótel Bjarkalundur uppbygging og framtíðarsýn – Árni Sigurpálsson hótelstjóri

Kl.16:00 – 18:00
Skoðunarferð um Reykhólasveit í boði heimamanna

Kl. 19.30
Sameiginlegur kvöldverður og skemmtun.