19/04/2024

Aðalfundur Selaseturs á Hvammstanga framundan

Aðalfundur Selasetur Íslands á Hvammstanga verður haldinn þriðjudaginn 22. apríl á Gauksmýri. Reksturinn á síðasta ári gekk eftir áætlun og annað árið í röð skilar reksturinn örlitlum afgang. Áfram var unnið að uppbyggingu setursins og ýmislegt framkvæmt á árinu. Unnið var að lagfæringum á lóðinni og fékk Selasetrið umhverfisviðurkenningu Húnaþings vestra. Nýjar sýningar voru opnaðar á jarðhæðinni þar sem m.a. er að finna sérstakt neðansjávarherbergi. Þá var myndlistarsýningin SPIK í gangi og selatalningardagur í ágúst svo eitthvað sé nefnt.

Á árinu 2008 er áfram unnið að uppbyggingu og m.a. stefnt á auknar rannsóknir og að klára breytingar á jarðhæð setursins.

Auk venjulegra aðalfundarstarfa þá verður á aðalfundinum sagt frá uppbyggingu Hrafnaþings, nýrri sýningu sem setja á upp á Gauksmýri. Aðalfundurinn er öllum opinn og hefst klukkan 20:30.