
Verslunarfélag Hrútfirðinga var stofnað árið 1899, en nafni þess var síðan breytt í Kaupfélag Hrútfirðinga árið 1940. Félagið hætti starfsemi árið 2002, en Kaupfélag Vestur Húnvetninga rak útibú á Borðeyri frá því síðla árs 2002 til ársloka nú 2004. Kaupfélag Hrútfirðinga rak útibú á Óspakseyri frá árinu 1929 til 1942 þar til Kaupfélag Óspakseyrar var stofnað.


Í Kaupfélaginu á Borðeyri í dag – ljósmyndir: Sveinn Karlsson