24/06/2024

Sameiningarkosningum frestað

Félagsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp þar sem atkvæðagreiðslu um sameiningu sveitarfélaga er frestað frá 23. apríl til 8. október 2005. Undirbúningur málsins hefur allur einkennst af vandræðagangi af hálfu stjórnvalda og enn hafa endanlegar tillögur sameiningarnefndar sem félagsmálaráðherra skipaði haustið 2003 ekki litið dagsins ljós. Eins hefur ekki enn náðst samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um tekjustofna sveitarfélaganna.

Á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga kemur fram að ljóst megi vera að af þessum sökum sé ekki nægur tími til stefnu til að tillögurnar geti hlotið nægilega kynningu og umfjöllun fyrir kjördag. Einnig er undirbúningur atkvæðagreiðslunnar um tillögur sameiningarnefndar  afar skammt á veg á einstökum svæðum, enda hafa þær ekki enn verið settar fram.