22/12/2024

Lokasýning á Með allt á hreinu!


Lokasýning á leikritinu Með allt á hreinu! verður í félagsheimilinu á Hólmavík í kvöld, sunnudaginn 15. apríl kl. 20:00. Mæting hefur verið afbragðsgóð á þessa skemmtilegu uppsetningu sem unnin er í samstarfi Leikfélags Hólmavíkur og Grunnskólans og Tónskólans á Hólmavík. Alls hafa nær 400 manns mætt á þær 4 sýningar sem eru að baki. Leikritið er byggt á samnefndri kvikmynd Stuðmanna og einkennist verkið af miklu fjöri, hljóðfæraleik, söng og gleði. Leikstjóri er Arnar S. Jónsson og tónlistarstjóri Borgar Þórarinsson.