11/11/2024

Ljósmyndasamkeppni: Göngur og réttir 2007

Sauðfjársetur á Ströndum og vefurinn strandir.saudfjarsetur.is hafa ákveðið að standa fyrir ljósmyndasamkeppni nú í haust þar sem þemað er Göngur og réttir á Ströndum 2007. Fyrstu réttir haustsins verða eftir því sem ritnefnd veit best á morgun í Melarétt í Árneshreppi, þannig að það er ekki seinna vænna að kynna keppnina fyrir áhugasömum myndasmiðum sem eru alltaf öðru hverju að smella af einni og einni afbragðsgóðri mynd. Menn eru því hvattir til að taka myndavélina með í smalamennskur og réttirnar í haust og senda síðan góðar myndir á saudfjarsetur@strandir.saudfjarsetur.is.