30/10/2024

Litla Ljót á Reykhólum

Nemendur Reykhólaskóla hafa verið að æfa leikritið Litla Ljót í leikstjórn Sólveigar S. Magnúsdóttur. Leikritið verður frumsýnt á árshátíð skólans á morgun, föstudaginn 18. mars. Aukasýning sem er opin öllum verður haldin sunnudaginn 20. mars kl. 16:00 í íþróttasal Reykhólaskóla. Allir eru velkomnir á sunnudaginn og miðaverð 1.200.- fyrir fullorðna og 500.- fyrir börn (frítt fyrir 6 ára og yngri). Vöfflur og kaffi eða kakó er innifalið. Nemendur og starfsfólk Reykhólaskóla hlakka til að sjá þá sem mæta.