09/09/2024

Geisladiskurinn Lauf

Í febrúar síðastliðinum gaf Elinborg Sigurgeirsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla V.-Hún., út geisladiskinn Lauf, til minningar um Egil Gunnlaugsson eiginmann hennar sem lést 31. ágúst 2008. Egill var héraðsdýralæknir í Húnaþingi vestra. Öll lögin á diskinum eru eftir Elinborgu. Flytjendur eru flestir fyrrverandi
nemendur Tónlistarskóla V-Hún. sem hún hefur stýrt á þriðja áratug. Upptökur annaðist Sigurvald Ívar
Helgason, auk þess voru fleiri sem komu að upptökum, má þar nefna Hljóðsmiðjuna í Hveragerði.

Diskurinn er til sölu hjá Elinborgu og er hægt að panta hann í netfanginu borg@simnet.is eða í síma: 864-2137. Diskurinn verður einnig til sölu á Borðeyri á sunnudaginn kemur í tengslum við Riis-hús dag.

Menningarráð Norðurlands vestra styrkir útgáfu geisladisksins Lauf.