19/04/2024

Strandamaður á Special Olympics leikunum í Kína

- ljósm. af vikari.isStrandamaðurinn Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir frá Norðurfirði sem búsett er í Bolungarvík gerði góða ferð til Shanghai í Kína á sumarleika Special Olympics. Sveinbjörg keppti í Boccia á leikunum og hefur nú lokið keppni með glæsilegum árangri. Fyrst keppti hún í einstaklingskeppni þar sem hún varð í 3. sæti og hlaut bronspening fyrir. Hún keppti svo í tvímenning (tveir í liði) og þar varð hún ásamt meðspilara sínum í 5. sæti. Að lokum keppti hún í liðakeppni (4 í liði) og þar hlaut Sveinbjörg gullpening ásamt liðsfélögum sínum.

Special Olympics leikarnir eru leikar fyrir seinfæra einstaklinga þar sem þeir koma saman og keppa á jafnréttisgrundvelli. Skipt er í deildir eftir getustigum og hver og einn keppir við einstaklinga sem eru að svipaðri getu.

Frá þessu var greint á www.vikari.is.