24/06/2024

Netföng virk að nýju

strandir.saudfjarsetur.is - klikkar aldreiRétt í þessu komust í lag öll þau netföng sem enda á @strandir.saudfjarsetur.is. Þetta á við um netföng á þessum ágæta vefmiðli og fleiri netföng eins og hjá Sauðfjársetri á Ströndum, Ferðaþjónustunni Kirkjubóli, Sögusmiðjunni, auk nokkurra einstaklinga. Ekki hefur verið hægt að senda póst á þessi netföng í viku. Vonast er til að undirvefir undir strandir.saudfjarsetur.is komist í lag fyrir helgi og gamli fréttavefurinn finnist líka óskemmdur með spjalltorgi og myndasöfnum og fleiri afkimum hans sem ekki eru virkir á þessum bráðabirgðavef.


Eftir það er reiknað með að virkni vefjarins verði meiri en nokkru sinni og nýjar fréttir hrúgist inn eins og mý á mykjuskán. Jafnframt hefur ritstjórn samið nýtt slagorð fyrir vefinn sem hljóðar svo: strandir.saudfjarsetur.is – klikkar aldrei !!!