10/09/2024

Sparifatadagur, danssýning, pizzur og pub quis

Það er nóg um að vera á Hólmavík á morgun, en í grunnskólanum verður sparifataþema og mæta allir í sínu fínasta pússi. Þá verður sleginn botninn í dansnámskeið vikunnar. Eftir síðasta hluta námskeiðsins verður heilmikil danssýning í Félagsheimilinu á Hólmavík og hefst hún klukkan 16:00. Um kvöldið verða síðan opið í pizzur á Café Riis frá 18:00-20:00 og um kvöldið kl. 21:00 fer fram á sama stað ein herleg barþraut eða pub quis, eins og þeir siviliseruðu segja. Það eru Jón Jónsson og Kristinn Scham sem sjá um spurningarnar og snúast þær um allt milli himins og jarðar.