22/12/2024

Leikskólabörn afhenda hugmyndakassa

Fyrir stuttu síðan fékk Leikskólinn Lækjarbrekka á Hólmavík þá skemmtilegu bón frá Brynju Bjarnfjörð framkvæmdastjóra Hamingjudaga á Hólmavík að leikskólabörnin myndu búa til hugmyndakassa fyrir galdagötunöfn. Í dag heimsótti svo Leikskólinn Galdrasafnið á Hólmavík og afhenti Brynju hugmyndakassann. Á safninu verður galdragötuheitahugmyndakassinn um Hamingjudagana og geta menn skilað í hann þar til gerðum galdragötuheitistillöguseðlum sem innihalda þá hugmyndir um viðbótarheiti á göturnar á Hólmavík, en þessi hugmynd hefur verið til umræðu hér á spjallinu á strandir.saudfjarsetur.is. Fleiri myndir frá heimsókn leikskólabarnanna má finna á heimsíðunni www.123.is/laekjarbrekka.

Ljósm. af www.123.is/laekjarbrekka