Tvö sóttu um sýslumannsembættið á Hólmavík sem losnaði um áramótin. Það voru Lára Huld Guðjónsdóttir, löglærður fulltrúi sýslumannsins á Seyðisfirði og staðgengill hans, og Þorsteinn Pétursson, löglærður fulltrúi sýslumannsins á Selfossi. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu var Lára Huld síðan skipuð í embættið í gær frá og með 1. febrúar.
Þá hefur verið ákveðið í ráðuneytinu að verkefnið að annast löggildingu dómtúlka og skjalaþýðenda verði flutt til sýslumannsembættisins sem mótvægi við að lögreglustjórn var tekin af embættinu um áramótin. Ekki er vitað hvort verkefnið hefur fjölgun starfa í för með sér.