
Verið er að gera kjallarann tilbúinn undir málningu, en því verður að vera lokið áður en hreinsibúnaður og annað sem þar verður kemur inn. Hitaveita er komin í húsið og hiti kominn á gólfin, þannig að þægilegra verður með alla smíðavinnu inni þó áfram verði eins kalt og undanfarið. Smiðir við verkið eru Grundarásmenn.
Frétt 20. des. 2004: Framkvæmdir á Drangsnesi.

Sundlaugarhúsið á Drangsnesi – ljósm. Jenný Jensdóttir