Verktakafyrirtækin KNH og Vestfirskir verktakar buðu lægst í vegagerð um Mjóafjörð við Djúp, frá Hörtná vestan til í Mjóafirði að Rauðagarði á Reykjanesi. Tilboðið í vegagerðina hljóðaði upp á rúmar 1.017 milljónir og er 83,6% af áætlun Vegagerðarinnar sem hljóðaði upp á 1.217 milljónir. Alls bárust 9 tilboð í verkefnið eins og kemur fram í töflu hér að neðan. Vegurinn sem leggja á í þessum áfanga er 14,5 km langur og á honum þrjár brýr; 130 m stálbogabrú á Mjóafjörð, 60 m spennt bitabrú á Reykjafjörð og 10 m steypt plötubrú á Vatnsfjarðarós. Verkefninu á að vera að fullu lokið 1. nóvember 2008.
Eftirfarandi tilboð bárust í verkið samkvæmt vef Vegagerðarinnar:
Bjóðandi |
Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik þús.kr. |
ÍAV | 1.710.026.412 | 140,5 | 692.449 |
Eykt ehf og Suðurverk hf | 1.344.278.583 | 110,5 | 326.701 |
Héraðsverk ehf og Elektrovod | 1.297.867.446 | 106,6 | 280.290 |
Klæðning ehf | 1.280.000.000 | 105,2 | 262.422 |
Áætlaður verktakakostnaður | 1.217.043.881 | 100,0 | 199.466 |
Hagtak hf og Articon | 1.212.432.299 | 99,6 | 194.854 |
Árni Helgason ehf og Glaumur ehf | 1.184.715.570 | 97,3 | 167.138 |
Háfell ehf | 1.095.892.980 | 90,0 | 78.315 |
Ístak hf | 1.050.605.601 | 86,3 | 33.028 |
KNH ehf og Vestfirskir verktakar | 1.017.577.810 | 83,6 | 0 |