23/04/2024

Kökubasar í KSH á föstudag

Á föstudaginn verður kökubasar í anddyri verslunar Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík. Hefst kl. 13:30 og stendur til 16:30 eða þangað til allar kökur hafa gengið út. Tekið verður við greiðslukortum. Það eru nemendur í 7. bekk Grunnskólans á Hólmavík sem standa fyrir framtakinu, en þeir eru að safna sér fyrir vikudvöl í skólabúðunum í Reykjaskóla. Þangað liggur leiðin eftir helgi og má búast við mikilli gleði. Krakkarnir hafa m.a. safnað fyrir þátttökugjöldum með því að halda kökubasara og spilakvöld, safna og selja einnota umbúðir, auk þess að selja dagatöl, penna og harðfisk.