19/09/2024

Kjördæmisþing Samfylkingarinnar um helgina

Guðbjartur leiðir listannKjördæmisþing Samfylkingarinnar verður haldið á Reykjaskóla í Hrútafirði um helgina, 25.-26. nóvember. Þar verður gengið frá framboðslista Samfylkingarinnar fyrir næstu alþingiskosningar vorið 2007, auk þess sem stefnumótunarvinna fer fram í bland við hátíðarkvöldverð og skemmtidagskrá.  Í fréttatilkynningu kemur fram að þingið er opið öllu Samfylkingarfólki þó að einungis kjörnir fulltrúar hafi kosningarétt. Dagskráin birtist hér að neðan:


Dagskrá Kjördæmisþingsins

Laugardagur 25. nóvember
 
Kl. 13 Formaður kjördæmisráðsins setur þingið
Kl. 13.05 Erindi gests 
Kl. 13.15 Kjörnefnd kynnir tillögu að lista Samfylkingarinnar í kjördæminu næsta vor.  
Kl. 13.45 Erindi frá Guðbjarti Hannessyni oddvita listans
 
Kaffi
 
Kl. 14.30 – 17  “Fram til baráttu næsta vor” – > stefnumótunarvinna.
Kl. 19 Hátíðarkvöldverður og skemmtidagskrá (Samfylkingarfélagið á Akranesi sér um skemmtiatriði í ár)
 
Sunnudagur 26. nóvember
 
10.30 – 12 Árangursríkt félagsstarf
 
Verð og skráning:
Gisting, kaffi, hátíðarkvöldverður á laugardagskvöldi, morgunverður á sunnudegi og
léttur hádegisverður, aðgangur að sundlaug, heitum pottum og gufubaði
kr. 8.500 pr. mann.
 
Skráning hjá Guðmundi Hauki Sigurðssyni
S: 893-4378 eða ghaukur@simnet.is