12/09/2024

Útboð á hringveginum um Hrútafjarðarbotn dregst

Töf á útboðiSamkvæmt vef Vegagerðar ríkisins hefur útboði á breytingum á hringveginum um Hrútafjarðarbotn verið frestað fram á næsta ár. Áður hafði útboðið verið auglýst fyrirhugað þann 4. desember og síðan 12. desember, en nú stendur ártalið 2007 við útboðið og engin nánari tímasetning. Vinnu við að tvöfalda brúna yfir Selá og lagfæringar við brúna yfir Ormsá sem nú standa yfir eru unnar í tengslum við þessar breytingar á hringveginum. Ætlunin er að vegamótin á Strandir, norður og suður, færist frá Brú í Hrútafirði skammt norður fyrir brúna yfir Selá við Fögrubrekku.


Þar á nýju vegamótunum er ennfremur ætlunin að nýr Staðarskáli rísi og verði tilbúinn um leið og breytingin á hringveginum og leysi af hólmi núverandi Staðarskála og Brúarskála.