13/09/2024

Kapellan á Drangsnesi fær minningargjöf

Í gær, sunnudaginn 8. október, var kapellunni á Drangsnesi afhent vegleg gjöf, snúningsborð undir líkkistur til að nota við jarðarfarir. Gjöfina gáfu Jóhanni Skúlason og Margrét Skúladóttir og fjölskyldur þeirra, til minningar um foreldra þeirra, Skúla Bjarnason og Kristbjörgu Guðmundsdóttir. Þennan sama dag hefði Skúli Bjarnason orðið 100 ára ef hann hefði lifað. Það var Léttitækni ehf á Blönduósi sem smíðaði snúningsborðið.

Frá afhendingu gjafarinnar.