11/10/2024

Kaldalónstónar á faraldsfæti

Eins og sagt hefur verið frá hér á vefnum var haldin mikil menningarhátíð á Ströndum nýlega undir yfirskriftinni Kaldalónstónar. Afbragðsvel tókst til og nú hefur verið ákveðið að halda dagskrána að nýju laugardaginn 19. mars og að þessu sinni í Reykholti í Borgarfirði. Sýning um Kaldalóns í Kaldalóni verður einnig á ferðinni af þessu tilefni. Það eru kirkjukór Hólmavíkurkirkju, listamenn úr Borgarfirði, Snjáfjallasetur og Þjóðfræðistofa sem standa fyrir hátíðinni Kaldalónstónum, en Menningarráð Vestfjarða styrkti verkefnið.