11/10/2024

Árshátíð Félags Árneshreppsbúa um næstu helgi

Félagsmenn í Félagi Árneshreppsbúa eru hvattir til að taka frá daginn 19. mars, en þá verður árshátíð félagsins haldin í Ýmishúsinu við Skógarhlíð. Húsið opnar kl. 19:00, en forsala miða verður í Ýmishúsinu laugardaginn 12. mars milli kl.14:00 og 16:00. Miðaverð á mat og dansleik er 7.500.- en 2.500.- eingöngu á dansleik. Veislustjóri verður Helga Björk Pálsdóttir og margt verður til skemmtunar. Torfi Guðbrandsson mun taka nokkra Elvis slagara, hljómsveitin Blek og Byttur mun leika undir dansi og Jón Kr. Ólafsson mun syngja á miðnætursviði. Eins og áður verður mikið sungið og jafnframt verður happdrætti.

Matseðill:
Forréttur: Rjómalöguð villisveppasúpa með sherrý rjómatoppi.
Aðalréttur: Ofnbakað lambalæri og kalkúnabringa með kartöflugratíni, smjörsteiktu rótargrænmet, fersku salati og rauðvínssósu.
Eftir matinn verður boðið upp á kaffi og konfekt.

Bent er á Facebook síðu félagsins:
http://www.facebook.com/#!/pages/F%C3%A9lag-%C3%81rneshreppsb%C3%BAa/332432259816