16/06/2024

Félagsvist framundan

Spilavist næsta sunnudagForeldrafélag Grunnskólans á Hólmavík hyggst standa fyrir félagsvist í Félagsheimilinu á Hólmavík næstkomandi sunnudagskvöld (13. mars), en nokkur ár eru nú síðan slík skemmtun hefur verið haldin á staðnum. Jafnframt hyggst Grunnskólinn á Hólmavík kynna börnum í skólanum spilareglurnar í vikunni til að allt geti gengið vel fyrir sig. Ingimundur Pálsson var nýlega kjörinn formaður Foreldrafélagsins og með honum í stjórn eru Alda Guðmundsdóttir og Jón Jónsson.


Stjórn Foreldrafélagsins samþykkti á fundi nýverið að hefja einbeitta söfnun til að gefa skólanum vandaða stafræna vídeótökuvél og tölvu með fullkomnu klippiforriti til að hægt sé að vinna bæði heimildarmyndir og skemmtiefni. Hugmyndin er að skólabörnin noti tækin bæði í félagsstarfi og skólastarfinu.