30/10/2024

Jólamarkaðurinn opnar

Árlegur handverks- og jólamarkaður Strandakúnstar verður opnaður í anddyri Félagsheimilisins á Hólmavík á morgun fimmtudag kl. 14:00. Ásdís Jónsdóttir hefur umsjón með jólabúðinni og þeir sem vilja koma varningi á framfæri ættu að hafa samband við hana (s. 694-3306). Markaðurinn verður opinn til jóla fimmtudaga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga frá 14:00-18:00. Á sunnudögum verður jafnan eitthvað til skemmtunar frá kl. 15:00-16:00 og selt kakó og vöfflur.