11/10/2024

Þorláksmessa á Ströndum

Það viðraði vel til myndatöku á Þorláksmessunni á Ströndum, þann tíma sem bjart var. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is var á ferðinni í dag, kom við bæði á Hólmavík og Drangsnesi og tók nokkrar myndir. Sólin er í aðalhlutverki á þessum svipmyndum, þótt hún sé skamma stund á lofti þessa dagana, en í dag litaði hún himinn og haf gullnum og rauðum litum og varð útkoman hin glæsilegasta.

640-thorlak6 640-thorlak5 640-thorlak3 640-thorlak2 640-thorlak1 640-thorlak4

Svipmyndir frá Þorláksmessu á Ströndum – Ljósm. Jón Jónsson