19/07/2024

Sálfræðiþjónusta í Strandabyggð

645-amst5
Á vef Strandabyggðar – www.strandabyggd.is – kemur fram að sveitarfélagið hefur gert samning við Magnús Baldursson sálfræðing um sálfræðiþjónustu á vegum félags- og skólaþjónustu í Strandabyggð. Samhliða þessu býðst öllum íbúum að nýta sér þjónustu Magnúsar í heimabyggð, en einnig er hægt að sækja tíma hjá Magnúsi í Reykjavík. Þeir sem óska eftir tíma hjá Magnúsi er bent á að hafa samband við Maríu Játvarðardóttur félagsmálastjóra Stranda og Reykhólahrepps á skrifstofutíma í síma 451-3521 eða að senda henni póst í netfangið felagsmalastjori@strandabyggd.is.