11/10/2024

Jólaljósin lýsa upp skammdegið

300-jolaskraut3Dagarnir eru enn að styttast og nú kl. 16:00 er farið að skyggja töluvert við Steingrímsfjörðinn. Allmargir Strandamenn eru búnir að skreyta hús sín og tendra útijólaljósin og seríurnar og setur það óneitanlega skemmtilegan svip á bæina og húsin. Sumir eru stórtækari en aðrir við skreytingarnar og við hús eitt við Hafnarbrautina á Hólmavík er nú kominn torfærujeppi upp á þak, skreyttur jólaseríu. Skreytingarnar á þessu húsi við Hafnarbraut hafa verið einna umfangsmestar og glæsilegastar á Hólmavík undanfarin ár.

580-jolaskraut1 580-jolaskraut2 580-jolaskraut3

Jólaljósin lýsa  upp bæinn – ljósm. Jón Jónsson