08/10/2024

Johnny Logan á Íslandi

Eins og alþjóð veit, eða ætti í það minnsta að vita, mætti stórsöngvarinn Johnny Logan sem sigrað hefur Eurovison oftast allra til Íslands á dögunum og hélt tónleika. Mæðgurnar Vigdís Ragnarsdóttir og Herdís Kjartansdóttir frá Hólmavík skelltu sér ásamt nokkrum vinnufélögum á tónleikana og þegar goðið birtist á sviðinu var ekki laust við að blikaði tár á hvarmi, enda hafði tilhlökkunin verið mikil. Kappinn er eilítið farinn að láta á sjá, en hefur samt enn næmt auga fyrir kvenfólki, því í miðju laginu What´s Another Year gekk Johnny þvert yfir dansgólfið og bauð Vigdísi upp í vangadans. Að dansi loknum fylgdi hann henni síðan af sviðinu eins og sannur séntilmaður.

Mikil stemmning var í húsinu og endaði með því að tónleikagestir þyrptust upp á dansgólfið á Broadway og dönsuðu undir kröftugum söng Johnny og fjörugum undirleik hljómsveitarinnar. Að tónleikum loknum hittu þær mæðgur Johnny síðan aftur þar sem hann gaf áritanir.

Vigga og Logan

frettamyndir/2008/580-jhonny1.jpg

frettamyndir/2008/580-jhonny4.jpg

Á tónleikum með Johnny Logan