14/11/2024

Veiðidögum í Bjarnarfjarðará úthlutað til íbúa

Haddi Ingólfs í laxveiðiSveitarstjórn Kaldrananeshrepps hafði sama hátt á og síðasta ár með úthlutun veiðidaga Kaldrananeshrepps í Bjarnarfjarðará. Fengu allir sem lögheimili eiga í Kaldrananeshreppi þann 1. maí sl. úthlutað veiðidegi í ánni í sumar og var dregið um hvaða hvaða dag hver fékk. Hugmyndin er að heimamenn njóti veiðinnar og eigi kost á góðri fjölskylduskemmtun með hollri útiveru í yndislegu umhverfi. Fór úthlutunin fram á Sjómannadagshátíð Björgunarsveitarinnar Bjargar á Drangsnesi.