12/11/2024

Hlaðborð og dansleikur á Café Riis á laugardagskvöld

Annað kvöld, laugardaginn 11. ágúst verður dansleikur á Café Riis á Hólmavík. Það er Bjarni Ómar sem leikur fyrir dansi og aðgangseyrir er aðeins 1000 kr. Pizzuhlaðborð verður einnig í boði Café Riis á laugardaginn frá kl. 18:00 – 20:00. Þetta er fyrsti dansleikurinn á Café Riis í langan tíma en eins og kunnugt er þá var dansleikur sleginn þar af fyrir nokkru þar sem hljómsveitarmeðlimir mættu ekki til leiks þegar á hólminn var komið. Bjarna Ómar er hins vegar alltaf hægt að stóla á og engin hætta á að hann svíkist undan merkjum. Dagskráin Álfar og tröll og ósköpin öll er síðan hinum megin við götuna á Galdraloftinu þetta sama kvöld eins og venjulega og hefst kl. 21:00. Dagskráin stendur um það bil fram að tónum Bjarna.