Í kvöld fara sex manna úrslit Idol-Stjörnuleitar fram í Vetrargarðinum í Smáralind. Að sjálfsögðu verður Heiða "okkar" Ólafs í sviðsljósinu sem endranær en hún hefur staðið sig með eindæmum vel í keppninni. Þema kvöldsins verður tónlist úr kvikmyndum og Heiða ætlar að flytja hið þekkta lag Fame, sem margir þekkja án efa úr samnefndum sjónvarpsþáttum og einnig úr söngleik sem var sýndur í Reykjavík fyrir fáum misserum. Heiða er fyrsti keppandi á svið í kvöld.
Aðrir keppendur munu koma fram á sviðið í eftirfarandi röð á eftir Heiðu:
Davíð Smári Harðarson – Ain't no sunshine
Helgi Þór Arason – Can't fight the moonlight
Hildur Vala Einarsdóttir – Everything I do, I do it for you
Lísebet Hauksdóttir – Son of a preacher man
Ylfa Lind Gísladóttir – When a man loves a woman