22/12/2024

Hvalreki á Gálmaströnd

Þeir sem leið eiga um Gálmaströnd, yst við sunnanverðan Steingrímsfjörð, geta nú skoðað sannkallaðan hvalreka sem gefur að líta þar í fjöruborðinu. Þar liggur heilmikið flykki sem barst á land nýverið, stærðarinnar steindauður hvalur, bæði götóttur og grotnaður. Gálmaströnd sem er í landi jarðarinnar Þorpa hefur löngum verið ein besta rekaströnd landsins enda liggur hún vel við norðaustanáttinni.

Ljósm. Ásdís Jónsdóttir og Karl Þór Björnsson