30/10/2024

Hólmvíkingar hafa keypt Café Riis

Rétt í þessu var skrifað undir kaupsamning á veitingastaðnum Café Riis á Hólmavík en staðurinn hefur verið til sölu um nokkurt skeið. Það er því orðið ljóst að Café Riis verður opið í sumar og ferðamenn geta því byrjað að skipuleggja ferðalög sín á Strandir án þess að þurfa að hafa áhyggjur af mat og drykk. Nýjir eigendur Café Riis eru þrenn hjón á Hólmavík, þau Bára Karlsdóttir og Kristján Jóhannsson, Sigrún María Kolbeinsdóttir og Jósteinn Guðmundsson og Guðrún Eggertsdóttir og Kristján Guðmundsson. Fréttavefurinn strandir.saudfjarsetur.is fagnar framtaki þessara einstaklinga og óskar þeim velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.