11/09/2024

Jónsmessuhátíð Strandagaldurs

Á lóð og í austurhúsi Galdrasýningar-innar verður rekaviðarsýning í sumar en sýnd verða stór og smá verk sem tengjast draugum og tröllum eftir Guðjón Kristinsson frá Dröngum. Opnun sýningarinnar á verkum Guðjóns verður um Jónsmessuna þann 25. júní, en þá er 5 ára afmæli Galdrasýningar á Ströndum en hún opnaði þann 23. júní 2000. Sitthvað annað verður gert til hátíðabrigða sem verður auglýst nánar þegar nær dregur. Það hefur staðið til undanfarin ár að halda Jónsmessuhátíð Strandagaldurs, en aldrei unnist tími til skipulagningar vegna mikill anna. Í tilefni af afmælinu verður hún haldin í fyrsta sinn í ár, þrátt fyrir meiri annir en oft áður.


 Stefnt er að því að Jónsmessuhátíð Strandagaldurs verði svo árlegur viðburður með hvers kyns viðburðum, sagnamönnum og fleiri skemmtilegum uppákomum.