11/10/2024

Hólmavíkurprestakall fært undir Vestfjarðaprófastdæmi?

Kirkjan á ÓspakseyriÁ ruv.is kemur fram að svokallaður biskupafundur hafi lagt til að Hólmavíkurprestakall færist til Vestfjarðaprófastsdæmis, en það hefur síðustu árin tilheyrt Húnavatnsprófastsdæmi. Á þessi breyting ef af verður að taka gildi 1. janúar næstkomandi. Sr. Sigríður Óladóttir prestur á Hólmavík þjónar Árnessókn, Drangsnessókn, Hólmavíkursókn, Kaldrananessókn, Kollafjarðarnessókn, Melgraseyrarsókn, Nauteyrarsókn og Óspakseyrarsókn.

Á ruv.is segir að tillögunni sé ætlað að styrkja Vestfjarðarprófastsdæmi og Hólmavíkurprestakall, en vegna þróunar síðustu ára megi heita að prestakallið sé í þjóðleið til og frá norðanverðum Vestfjörðum en í útjaðri núverandi prófastsdæmis.