07/10/2024

Fríblað til sölu á Ströndum

Íbúum víða á landsbyggðinni býðst frá næstu mánaðarmótum að kaupa Fréttablaðið í lausasölu á bensínstöðvum og víðar, að því er fram kemur í fréttum, en því verður hins vegar áfram dreift frítt á suðvesturhorninu og Akureyri. Undanfarna mánuði hefur blaðinu ekki verið dreift á Ströndum að Staðarskála undanskildum þar sem það hefur legið frammi. Þarna er því um breytingu á aðgengi að ræða, þótt erfitt sé að sjá rökin fyrir því að selja eigi fríblað á ákveðnum stöðum á landinu. Áfram verður hægt að lesa blaðið á vefnum.