16/10/2024

Hólmavíkurhreppur skipar í nefnd

Nefnd á vegum félagsmálaráðherra sem starfar við undirbúning kosninga um sameiningu sveitarfélaga sem á að fara fram þann 8. október næstkomandi, hefur nú skrifað sveitarstjórnum þar sem kjósa á um sameiningu og biður þau um að skipa menn í nefndir sem eiga að undirbúa atkvæðagreiðsluna og útbúa kynningarefni fyrir íbúa um áhrif sameiningarinnar á svæðinu. Bæjarhreppur skipar menn í slíka nefnd með Húnaþingi vestra, en önnur sveitarfélög á Ströndum skipa hvert og eitt tvo menn í sameiginlega nefnd, en kosið verður um sameiningu Broddaneshrepps, Hólmavíkurhrepps, Kaldrananeshrepps og Árneshrepps. Á hreppsnefndarfundi á Hólmavík í vikunni var samþykkt tillaga um Harald V.A. Jónsson og Eystein Gunnarsson í nefndina fyrir hönd Hólmavíkurhrepps.