14/06/2024

Heiðu Ólafs bolir

Áfram Heiða!Aðdáendum Heiðu Ólafs gefst tækifæri á að kaupa og klæðast "Áfram Heiða bolum" á úrslitakvöldi Idol keppninnar sem verður næsta föstudagskvöld. Þeir sem vilja tryggja sér boli fyrir úrslitakvöldið þurfa að panta boli fyrir kl. 10:00, þriðjudaginn 8. mars. Bolirnir verða á sérstöku tilboðsverði til þeirra sem ganga frá pöntun, aðeins 1,000 krónur. Verðið á bolunum til þeirra sem ekki panta verður 1,500 krónur en ekki verður legið með mikinn aukalager.

Hægt er að leggja fram pöntun á Strandamannaspjallinu undir Heiðu Ólafs bolir eða í síma 451 3525. Einnig er hægt að leggja fram pöntun á netfangið galdrasyning@holmavik.is. Bolirnir verða með áletruninni Áfram Heiða framan á brjóstinu.

Stærðir:

3-4 ára – stærð 104
5-6 ára – stærð 116
7-8 ára – stærð 128
9-11 ára – stærð 140
12-13 ára – stærð 152
Small
Medium
Large
X-Large
XX-Large

.
Mikil gleðilæti yfir frammistöðu Heiðu Ólafs á Idolkvöldi á Hólmavík.